Hvert sett kemur með 5 lengjum, sem gerir þér kleift að bæta við fíngerðri skilgreiningu eða mikilli þykkt með auðveldum hætti. Hvort sem þú ert að sækjast eftir náttúrulegu "everyday" looki eða fullkomið glamúr look, býður þetta sett upp á fullkominn frágang.
Nákvæm lýsing á settinu:
1 stk með 3 klemmum (6”x22”)
1 stk með 4 klemmum (8”x22”)
1 stk með 5 klemmum (11 3/4”x22”)
2 stk með 2 klemmum (3”x22”)
Samtals 315gr*
Við mælum með að byrja á því að skipta hárinu þannig að þú byrjir að setja fyrstu lengjuna sem er með 3 klemmum neðst. Gakktu úr skugga um að túbera hárið áður en þú setur hárlengingarnar í fyrir auka hald. (Vinsamlegast ekki nota hársprey í gervitrefjahárið okkar). Í næstu skiptingu, vertu viss um að skilja eftir smá af þínu eigin hári á milli þar sem þú festir næstu hárlengingu í. Núna geturðu sett hárlenginguna á með 4 klemmum. Þetta er svo endurtekið með hárlengingunni með 5 klemmum. Á hliðinni geturðu sett hárlengingarnar sem eru með 2 klemmum á báðum hliðum. (Endilega kíktu á Youtube myndböndin okkar fyrir nákvæmari lýsingu).